Ferill 164. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 164 . mál.


Nd.

432. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 80 15. ágúst 1966, um kísilgúrverksmiðju við Mývatn.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og leggur til að það verði samþykkt. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að vegna undirbúnings frekari framkvæmda á vegum Kísiliðjunnar hf. og reksturs annarra fyrirtækja, er hún kynni að standa að í Mývatnssveit, verði fyllsta aðgát höfð varðandi áhrif á umhverfi og lífríki svo að ekki hljótist af skaðleg röskun.
    Páll Pétursson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 20. des. 1989.



Hjörleifur Guttormsson,


form., frsm.


Kristín Einarsdóttir,


fundaskr.


Friðrik Sophusson.


Birgir Ísl. Gunnarsson.


Guðmundur G. Þórarinsson.


Rannveig Guðmundsdóttir.